Fjórar góðar ástæður fyrir aukinni menntun
Vinnumarkaðurinn er í sífelldri þróun og það er mikilvægt að þú fylgist með og bætir markvisst við þig þekkingu svo þú verðir áfram álitlegur samstarfsmaður. Þróun hefur einnig áhrif á vinnugleðina og möguleikana á að fá ný verkefni, nýjar áskoranir og kannski nýja stöðu.
- Vertu áfram verðmætur starfsmaður
Þegar vinnumarkaðurinn breytist og þróast hefur það líka áhrif á vinnustað þinn og verkefni og því er starfið þitt einnig í þróun. Ný tækni, nýir starfshættir og ný starfsemi kalla á nýjar væntingar og kröfur til hæfni þinnar. Hana ávinnur þú þér til dæmis með aukinni menntun. - Auknar líkur á hærri launum
Því meira sem þú menntar þig þeim mun betri eru möguleikarnir á að hækka í launum. Með aukinni menntun öðlast þú nýja hæfni sem er vinnustaðnum mikilvæg og það eru góð rök í launaviðtali. - Auktu möguleikana á að fá starf eða skipta um starf
Aukin menntun eykur möguleika þína á að fá draumastarfið, hvort sem þú ert þegar með vinnu og dreymir um annað starf eða ert atvinnulaus og í atvinnuleit. - Axlaðu meiri ábyrgð
Aukin menntun getur líka hjálpað þér áfram í núverandi starfi. Með aukinni hæfni fylgja möguleikar á að axla meiri ábyrgð og fá önnur verkefni. Með öðrum orðum er menntun möguleiki til að hafa áhrif á starfið þitt þannig að það sé sífellt áhugavert.