Ég vil verða betri í því sem ég er að gera

Við mælum með því að þú skoðir þetta tvennt:

Ef þú ert áhugasöm/samur um að þróa hæfni þína og setja þér ný markmið í starfi þínu getur þú skoðað eftirfarandi ráðgjöf og leiðbeiningar. Hér færðu yfirsýn yfir möguleika þína og getur undirbúið þig fyrir þín næstu skref.

1. Hádegisfyrirlestrar VR.
VR býður félagsfólki á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra þeim að kostnaðarlausu. Allir fyrirlestrar eru rafrænir. Færustu sérfræðingar fara yfir það helsta sem efst er á baugi hverju sinni sem kemur að persónulegri og faglegri færni. Hér er að finna eitthvað fyrir alla.
Lestu meira um hádegisfyrirlestra VR hér.

2. Raunfærnimat.
Það leynast sérfræðingar víða á vinnumarkaði, þrátt fyrir að vera ekki með prófgráðu til þess að sýna fram á það. Flest sem fara í gegnum raunfærnimat lýsa því hvernig trú þeirra á eigin getu eykst með því að fara í gegnum matið. Átt þú erindi í raunfærnimat?
Lestu meira um raunfærnimat hér.