Við mælum með því að þú skoðir þetta tvennt:
Það er alltaf góð hugmynd að fara í framhalds- eða símenntun. Það styrkir hæfni þína og möguleikar þínir til að fá spennandi verkefni aukast. Kannski viltu einnig geta fengið hærri laun. En þú gætir verið með margar spurningar og hindranir verið í vegi þínum.
Skoðaðu eftirfarandi og taktu skrefið í átt að því að finna rétta menntun fyrir þig.
1. Fjórar góðar ástæður fyrir endur- og framhaldsmenntun
Vinnumarkaðurinn er alltaf að þróast og það er mikilvægt að þú fylgir þróuninni til þess að vera áfram góður starfsmaður. Þróun hefur einnig áhrif á vinnugleðina og möguleika þína á að fá ný verkefni í vinnunni, nýjar áskoranir og jafnvel nýja stöðu.
1) Vertu áfram verðmætur starfskraftur. Þegar vinnumarkaðurinn breytist og þróast hefur það líka áhrif á vinnustað þinn og verkefni og því er starfið þitt einnig í þróun. Ný tækni, nýir starfshættir og ný starfsemi kalla á nýjar væntingar og kröfur til hæfni þinnar. Hana ávinnur þú þér til dæmis með aukinni menntun. Lestu fleiri ástæður hér.
2. Svona getur þú fjármagnað menntun þína.
Námskeið og menntun er sjaldan ókeypis. Útgjöld vegna námskostnaðar er stærsta hindrunin fyrir marga sem þess vegna komast ekki af stað. Sem félagsmaður í VR getur þú sótt um styrk í starfsmenntasjóð sem félagið hefur samið um að setja á fót í kjarasamningum.
Lestu meira um fjármögnun.