Ég þarf aðstoð við að koma mér af stað

Við mælum með því að þú skoðir þetta þrennt:

Átt þú erfitt með að sjá hvar þú átt að byrja á þinni starfsþróun? Hér getur þú fundið góð ráð til þess að komast af stað. Einnig er hér að finna nokkrar greinar sem geta vonandi hvatt þig til þess að taka næstu skref.

1. Starfsþróunarráðgjöf
Stundum er gott að spjalla við einhvern um hvert þú vilt stefna með þína starfsþróun. Náms- og starfsráðgjafar veita ráðgjöf um áhugasvið og styrkleika ásamt ýmsu fleiru. VR býður félagsfólki sínu upp á rafræn viðtöl.
Hægt er að bóka tíma í viðtal inn á Mínum síðum undir „meira“.

2. Raunfærnimat
Það leynast sérfræðingar víða á vinnumarkaði, þrátt fyrir að vera ekki með prófgráðu til þess að sýna fram á það. Flestir sem fara í gegnum raunfærnimat lýsa því hvernig trú þeirra á eigin getu eykst með því að fara í gegnum matið. Átt þú erindi í raunfærnimat?
Lestu meira um raunfærnimat hér. 

3. Notaðu starfsmannasamtalið þitt
Starfsmannasamtalið gefur þér og þínum stjórnanda tækifæri til þess að eiga árlegt endurtekið samtal um núverandi og framtíðar atvinnustöðu. Notaðu starfsmannasamtalið til þess að þróa þig í starfi.
Lestu meira hér.