Við mælum með því að þú skoðir þetta þrennt:
Ein leið til þess að bæta við sig nýrri hæfni er að fara í nám, en hér höfum við safnað saman ráðum og hvatningu fyrir þig að skoða hvernig þú getur aukið hæfni þína með notkun annarra tóla.
- Komdu styrkleikum þínum og hæfni í orð
Farðu í saumana á starfinu þínu, hæfni og styrkleikum og finndu þína leið í átt að nýjum tækifærum.
Hannaðu skýra mynd af þér.
Þegar þú hefur sett orð á styrkleika þína og hæfni, ertu betur til þess fallin/n að halda áfram starfsþróun eða skipta um starf. Leiðbeiningarnar hjálpa þér að fá skýra mynd af því hvar þú ert í dag og hvert þú vilt fara.
Lestu meira hér. - Hvar stendur þú í stafrænni hæfni?
Nú eru margir vinnustaðir að skoða hvernig þeir geti nýtt tækni betur til að auka þjónustu við sína viðskiptavini, nýta gögnin sín betur, vera með skilvirkari ferla og margt fleira. Hvað getur þú gert til þess að bregðast við aukinni kröfu um stafræna hæfni? Fyrsta skrefið getur verið að mæla hvar þú stendur.
Lestu meira um hvernig þú getur skoðað þína stafrænu hæfni og borið saman við aðra í þinni starfsgrein. - Gátlisti fyrir starfsmannasamtalið.
Fyrir marga er starfsmannasamtalið gott tækifæri til þess að ræða faglega þróun þína í samhengi við þróun í samfélaginu við þinn næsta stjórnanda. Hugsaðu vel um þín daglegu verkefni og hvernig þú vilt þróast komandi ár. Ef þig dreymir um að fara í nám skaltu endilega ræða það einnig.
Lestu meira um gátlistann og fleiri atriði í tengslum við starfsmannasamtalið hér.