Við mælum með því að þú skoðir þetta þrennt:
Líkur eru á því að þú ert tilbúin/n að taka næsta skref í starfsframanum – að falast eftir meiri ábyrgð og nýjum verkefnum. Við mælum með því að þú skoðir eftirfarandi ráð og leiðbeiningar þannig að þú verðir vel undirbúin/n undir áframhaldandi þróun í starfi, vel í stakk búin/n um að taka ákvarðanir og tilbúin/n fyrir starfsmannasamtalið með þínum yfirmanni.
1. Starfsmannasamtal
Undirbúðu þig fyrir næsta starfsmannasamtal. Hugsaðu um þín daglegu verkefni og íhugaðu hvar þú vilt leggja af mörkum, hvaða ábyrgð þú gætir hugsað þér að bæta við þig og hvernig þú vilt þróast næsta árið. Ef þig dreymir um að fara í nám skaltu einnig ræða það.
Lestu meira um starfsmannasamtalið hér.
2. Lýsing á væntingum til starfs.
Hvaða atriði eru mjög mikilvæg fyrir þig í starfi? Er eitthvað sérstakt sem lætur þig hlakka til að mæta í vinnuna? Með því að skrifa niður væntingar þínar og áherslur í starfi getur þú gert þér betur grein fyrir í hvaða átt þú vilt þróast og hvernig ábyrgð þú hefur áhuga á að taka að þér.
Lestu meira um væntingar til starfs hér.
3. Að taka að sér leiðtogahlutverk.
Að verða hluti af stjórnendateyminu getur haft í för með sér meiri ábyrgð og missir getur verið af því að vera ekki hluti af hópi samstarfsfélaga lengur. Í staðinn getur frelsi í starfi aukist og áhugaverðar áskoranir komið til. Hér finnur þú m.a. hvaða eiginleikum góður leiðtogi þarf að búa yfir og hverjir eru kostir og gallar þess að taka að sér leiðtogahlutverk.
Lestu meira um leiðtogahlutverkið hér.