Hvað er starfsþróun?
Starfsþróun snýst um að þú þróist í starfinu þínu, staðnir ekki heldur vaxir með verkefnunum þínum. Starfsþróun þýðir ekki endilega að skipta um starf eða breyta um verkefni. Það gæti til dæmis verið að móta nýjar aðferðir við að sinna verkefnum. Stundum snýst starfsþróun um að fara í nám og bæta við sig þekkingu á nýju sviði. Starfsþróun er oftast samstarfsverkefni einstaklings og næsta yfirmanns. Starfsþróunarsamtöl á vinnustað eru góð leið til þess að vinna að starfsþróun. Besti árangurinn fæst með góðum undirbúningi.
Starfsþróunarráðgjöf
Leitaðu ráða hjá náms- og starfsráðgjafa. VR býður félagsfólki sínu upp á rafræna starfsþróunarráðgjöf, hægt er að bóka tíma á Mínum síðum vr.is.
Náms- og starfsráðgjafar veita ráðgjöf um áhugasvið, styrkleika, atvinnuleit, skipulag, markmið tímastjórnun ásamt því að leiðbeina og veita upplýsingar um nám og störf sem í boði eru hverju sinni.
Námskeið og fræðsla í boði VR
Skoðaðu viðburðadagatal VR til að sjá hvað er í boði fyrir félagsfólk á næstunni. Þá eru rafrænir hádegisfyrirlestrar aðgengilegir á Mínum síðum.