Desemberuppbót

Desemberuppbót skv. samningum VR er 106.000 kr. fyrir árið 2024.

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof eða 1.653,75 klst á skrifstofu eða 1.743,75 í verslun.

Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal greiða eigi síðar en 15. desember ár hvert miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllu starfsfólki sem verið hefur samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum EÐA eru í starfi fyrstu viku í desember. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Hér að neðan getur þú reiknað út desemberuppbótina þína. Þegar vikufjöldinn á ári er settur inn teljast ekki með launalausir dagar né nýttir orlofsdagar.

Hvar starfar þú?

Tekurðu kaffitíma?