Reglugerð um aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni leggur ákveðnar skyldur á herðar atvinnurekenda. Þar segir m.a. að atvinnurekendi skuli greina áhættuþætti eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustaðnum.
Þar segir einnig að atvinnurekandi skuli gera áætlun um forvarnir þar sem meðal annars kemur fram til hvaða aðgerða skuli gripið í því skyni að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustað. Sjá nánar í bæklingi frá Vinnueftirlitinu.