Hvað er kynferðisleg áreitni?
Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Hvað er kynbundin áreitni?
Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
Ofbeldi
Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.
Dæmi um kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi
Orðbundin
- Þrýstingur um kynferðislega greiða
- Óvelkomin kynferðisleg eða kynbundin stríðni, grín, athugasemdir eða spurningar
- Persónulegar spurningar um einkalíf eða kynlíf eða að breiða út orðróm um kynferðislega hegðun einstaklings
- Kynbundnar eða kyn- ferðislegar athugasemdir um klæðnað eða útlit einstaklings
- Óviðeigandi og/eða þrálát boð á stefnumót
- Að láta starfsmann klæðast á kynferðislegan eða kynbundinn hátt við vinnu
Táknræn
- Óvelkomnar kynferðislegar augngotur eða önnur hegðun sem gefa eitthvað kynferðislegt til kynna
- Flauta á eftir einstaklingi
- Sýna eða senda kynferðislegt efni s.s. gegnum SMS, tölvupóst eða samfélagsmiðla
- Að hengja upp plaköt, dagatöl eða myndefni sem innihalda kynferðislegt efni eða niðurlægja annað kynið
Líkamlegt
- Nauðgun eða tilraun til kynferðislegs ofbeldis
- Hrista, slá, sparka, bíta eða rassskella
- Óvelkomin faðmlög, kossar, klapp eða strokur
- Að fara inn á persónulegt rými einstaklings, s.s. með
því að halla sér yfir eða króa af enda sé hegðunin óvelkomin - Óvelkomin snerting, grip og þukl
Afleiðingar
Samfélagslegar
- Misrétti
- Kynbundinn launamunur
- Aukin útgjöld vegna velferðarmála
- Heilsugæslu- og lyfjakostnaður
- Lægri verg þjóðarframleiðsla
Á vinnustað
- Fjarvera og veikindi
- Aukin starfsmannavelta
- Minni framleiðni
- Slæmur starfsandi og minni hvati
- Bætur og kostnaður s.s.vegna aðstoðar sálfræðinga og lögmanna
- Missir viðskiptavildar og skaðleg áhrif á orðspor
Einstaklingsbundnar
- Léleg líkamleg og andleg heilsa
- Streita og þunglyndi
- Lágt sjálfsmat
- Niðurlæging og skömm
- Pirringur og reiði
- Lítil starfsánægja
- Tekjutap