Uppsagnarfrestur

Uppsagnarfrestur ótímabundinna ráðningarsamninga er sem hér segir:

  • Á fyrstu þremur mánuðum í starfi (reynslutími), 1 vika - Sjö almanaksdagar.
  • Á fjórða til sjötta mánuði í starfi, 1 mánuður, uppsögn skal vera um mánaðamót.
  • Eftir sex mánaða starf, 3 mánuðir, uppsögn skal vera um mánaðamót.

Eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki öðlast starfskraftur við;

  • 55 ára aldur 4 mánaða uppsagnarfrest, uppsögn skal vera um mánaðamót.
  • 60 ára aldur - 5 mánaða uppsagnarfrest, uppsögn skal vera um mánaðamót.
  • 63 ára aldur - 6 mánaða uppsagnarfrest, uppsögn skal vera um mánaðamót.

Starfskraftur getur hins vegar sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara.