Hér fyrir neðan má sjá tillögur að útfærslum miðað við verslunarfólk annars vegar og skrifstofufólk hins vegar.
Framkvæmd
Vinnutímastytting tók gildi 1. janúar 2020. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um tillögu að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta:
a) Hver dagur styttist um 9 mínútur, starfsmaður styttir vinnudaginn 9 mínútur á hverjum degi og fer fyrr heim sem því nemur, á óbreyttum kjörum.
b) Hver vika styttist um 45 mínútur eða styttingunni safnað upp með öðrum hætti, til dæmis á 2ja vikna fresti eða mánaðarlega.
c) Safnað upp innan ársins, um það bil fjórir og hálfur dagur,
d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti, á óbreyttum kjörum/launum.
Samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019.
Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf.
VR gerir samninga bæði við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) og er sama breyting á vinnutíma félagsmanna VR hvort sem farið sé eftir kjarasamningi VR og SA eða kjarasamningi VR og FA.
Skrifstofufólk:
Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag
Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Óbreytt viðvera nema einn dag í viku
Afgreiðslufólk:
Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag
Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Óbreytt viðvera nema einn dag í viku
Stytting vinnuvikunnar með niðurfellingu kaffitíma
Möguleiki er og hefur alltaf verið fyrir hendi að stytta vinnuvikuna enn frekar með því að fella niður kaffitíma. Slíkt þarf alltaf að gera í fullu samráði við atvinnurekendur.
Nánari upplýsingar veitir kjaramálasvið, kjaramal@vr.is eða í síma 510 1700.