Dagpeningar og akstursgjald

Ferðakostnaður á ferðalögum erlendis greiðist með dagpeningum sem eru ákveðnir af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins, ef ekki er samið um annað, t.d. greiðslu á útlögðum kostnaði skv. nótum. Um ferðakostnað vegna ferðalaga innanlands gilda sömu reglur.

Ef starfsmaður notar eigin bifreið í þágu atvinnurekanda ber að greiða fyrir það samkvæmt ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar ríkisins um kílómetragjald hverju sinni ef ekki er um annað samið.

Nánar um upphæðir akstursgjald og almennar upplýsingar er að finna á vef fjármálaráðuneytisins.

Gengisskráning

Hér má sjá gengi íslensku krónunnar eins og það er skráð á vef Seðlabankans. Sjá einnig nánar um gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og miðað við aðrar dagsetningar en daginn í dag.

Nafn Exchange Sell Dagsetning
Bandaríkjadalur 137.76 20.11.2024
Sterlingspund 174.5 20.11.2024
SDR 180.95 20.11.2024
Evra 145.5 20.11.2024