Kjarasamningur VR og SA 2024
VR skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í mars 2024. Meginmarkmið samnings þessa er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta, sem er mikið hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Jafnframt er markmið samningsins að auka kaupmátt launafólks, skapa fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, draga úr verðbólguvæntingum og styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Samningur þessi kveður einnig á um framleiðniauka til alls launafólks, sem byggir á mældri framleiðni, og kauptaxtaauka á kauptaxta kjarasamninga.
Gildistími samningsins er frá febrúar 2024 til loka janúar 2028.
-
icn-linkKjarasamningur VR og SA 2024 PDF
Kjarasamningur VR og FA 2024
Kjarasamningur VR og FA 2024 er samhljóða samningi VR og SA.
-
icn-linkKjarasamningur VR og FA 2024 PDF
Kjarasamningur VR og SA 2022
Kjarasamningur þessi er framlenging á Lífskjarasamningi aðila sem gilti frá 2019-2022. Að mati samningsaðila styður samningurinn við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutimum. Samningurinn geti þannig byggt undir stöðugleika og skapað forsendur fyrir langtímasamningi.
Gildistími samningsins var frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
-
icn-linkKjarasamningur VR og SA 2022 PDF
Kjarasamningur VR og FA 2022
Kjarasamningur VR og FA 2022 er nánast samhljóða við kjarasamning VR og SA og er hluti af lífskjarasamningnum.
-
icn-linkKjarasamningur VR og FA 2022 í heild sinni
-
icn-linkKjarasamningur VR og FA 2022 PDF
Kjarasamningar VR og SA 2019
Kjarasamningur VR og FA 2019
Kjarasamningur VR og SA 2016
Þann 21. janúar 2016 var skrifað undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn var samþykktur með 91,28% greiddra atkvæða í atkvæðagreiðslu sem lauk þann 24. febrúar 2016.
Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Hann felur í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári. Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda. Hér að neðan má sjá samninginn og launataxta.
Kjarasamningur VR og SA 2015
Skrifað var undir nýjan kjarasamning milli VR og Samtaka atvinnulífsins þann 29. maí 2015. Gildistími samningsins er til loka árs 2018. Samningurinn var samþykktur með 73,9% atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem stóð dagana 10. til 22. júní 2015. Hér að neðan má sjá helstu atriði samningsins.
Kjarasamningur VR og FA 2015
Skrifað var undir nýjan kjarasamning milli VR og Félags atvinnurekenda þann 29. maí 2015. Gildistími samningsins er til loka árs 2018. Samningurinn var samþykktur með 72,4% atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem stóð dagana 10. til 22. júní 2015