Kjarasamningar 2022

Samið var um launahækkun samningsins í formi hlutfallshækkunar og hámarkskrónutöluhækkunar. Þann 1. nóvember 2022 taka mánaðarlaun almennri hækkun um 6,75% þó að hámarki kr. 66.000. 

Laun samkvæmt launatöxtum hækka hlutfallslega meira, sjá hér. 

Sjá kjarasamning VR og SA hér.

Sjá kjarasamning VR og FA hér.

_____________________________

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks VR í kosningu um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda liggja nú fyrir.

Kjarasamningur VR við SA var samþykktur með 81,91% atkvæða í kosningu en já sögðu 7.808 VR félagar og nei sögðu 1.504 eða 15,78%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 220 eða 2,31%. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 39.115 VR félagar og greiddu 9.532 atkvæði, og var kjörsókn því 24,37%.

Kjarasamningur VR við FA var samþykktur með 85,17% atkvæða, en já sögðu 247 VR félagar og nei 38, eða 13,10%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 5 eða 1,72%. Á kjörskrá um samning VR og FA voru 939 VR félagar og greiddu 290 atkvæði, og var kjörsókn því 30,88%.

Atkvæðagreiðslan var rafræn á vr.is og var haldin dagana 14.- 21. desember 2022.

  • 115 Security ehf.
    Aflvélar ehf.
    A.H.Lindsay ehf.
    Akademias ehf.
    Ankra ehf.
    Apótek Hafnarfjarðar ehf.
    Apótek Vesturlands ehf
    Á. Óskarsson og Co ehf.
    Álfaborg ehf.
    Álnabær ehf.
    Ásbjörn Ólafsson ehf.
    Baader Ísland ehf.
    Bako Ísberg ehf.
    Bananar ehf.
    Bender ehf
    Bílabúð Benna ehf.
    Brandenburg ehf.
    Celsus hjúkrunar- og heilsuvöru
    Core heildsala ehf.
    Danfoss hf.
    Djákninn ehf.
    Dufland ehf.
    Dynjandi ehf.
    Eignarhald ehf.
    Fiskkaup hf.
    FVN ehf.
    Gallerí fasteignir ehf.
    G.Á.P ehf.
    G.Ingason hf
    Gleraugnamiðstöðin ehf.
    Globus hf.
    GO Nordic ehf.
    Gryfjan ehf.
    Hagi ehf.
    Heildverslunin Echo ehf.
    Heildverslunin Rún ehf.
    Heimahúsið ehf.
    H:N markaðssamskipti ehf.
    Hotel Vatnsholt ehf.
    Hvíta húsið ehf.
    Icepharma hf.
    Inter ehf
    Ísfell ehf.
    Ísfoss ehf
    Íslenska útflutningsmiðstöð ehf
    Járn og gler hf.
    John Lindsay hf.
    Jóhann Helgi & Co ehf.
    J.S. Gunnarsson hf
    K. Richter hf.
    Kjaran ehf.
    Leiðtogaþjálfun ehf.
    Líftækni ehf.
    LMOJ ehf.
    Lumex ehf
    Mamma veit best ehf.
    Málmtækni hf
    Nortek ehf.
    Nýi tölvu-/viðskiptaskóli. ehf.
    Nýja vátryggingaþjónustan ehf
    Opin kerfi hf.
    Ormsson hf.
    Ólafur Gíslason og Co hf.
    Ólafur Þorsteinsson ehf
    Parlogis ehf.
    Plast - miðar og tæki ehf.
    Plastco ehf.
    Promennt ehf
    Reykjafell ehf.
    Rolf Johansen & Co ehf.
    Samasem ehf.
    Satúrnus ehf.
    Símstöðin ehf.
    Skúlason & Jónsson ehf
    Smith & Norland hf.
    Sport Company ehf.
    Sportís ehf.
    Stoðtæki ehf.
    Tengi ehf.
    Tokyo veitingar ehf.
    Tor ehf.
    Triton ehf.
    Umslag ehf.
    Vaskur ehf
    Vélar og verkfæri ehf.
    Vilhjálmsson sf
    XCO ehf.
    Z-brautir og gluggatjöld ehf.
    Þór hf.

Kosningarétt hefur allt félagsfólk VR sem starfar samkvæmt þessum samningum. Félagsfólk á kost á því að kjósa rafrænt á skrifstofum félagsins á opnunartíma. Mikilvægt er að hafa rafræn skilríki eða Íslykil meðferðis.

Þau sem ekki hafa aðgang að atkvæðaseðli en telja sig eiga rétt til þátttöku í atkvæðagreiðslunni geta sent erindi til kjörstjórnar á netfangið kjorstjorn@vr.is eða í pósti merktum Kjörstjórn VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir lok kjörfundar. Kærufrestur er til loka kjörfundar.

Sjálfstætt starfandi og/eða eigendur fyrirtækja eiga ekki rétt á að greiða atkvæði um kjarasamninga eða verkföll. Sjá nánar í 3.gr laga VR.


Nýir kjarasamningar 2022

VR skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, mánudaginn 12. desember 2022. Samningurinn gildir frá 1. nóvember síðastliðnum til 31. janúar 2024.

VR skrifaði undir samsvarandi kjarasamning við Félag atvinnurekenda, þriðjudaginn 13. desember 2022.

Samningarnir fela í sér launahækkun upp á 6,75% frá 1. nóvember þó að hámarki 66.000 kr. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu á næsta ári er flýtt og er hluti af þessari launahækkun.

Umtalsverðar breytingar verða gerðar á launatöflu VR, nýir launataxtar gilda frá 1. nóvember. Desember- og orlofsuppbætur hækka.

Sjá PDF af kjarasamningi VR og SA hér.

Sjá PDF af kjarasamningi VR og FA hér.

Helstu atriði kjarasamninga

  • Kjarasamningur þessi er framlenging á Lífskjarasamningi aðila sem gilti frá 2019-2022. Að mati samningsaðila styður samningurinn við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutimum. Samningurinn geti þannig byggt undir stöðugleika og skapað forsendur fyrir langtímasamningi.

  • Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

  • Launahækkun samningsins er í formi hlutfallshækkunar og hámarks krónutöluhækkunar. 

    Þann 1. nóvember 2022 taka mánaðarlaun almennri hækkun um 6,75% þó að hámarki kr. 66.000.

    Laun samkvæmt launatöxtum hækka hlutfallslega meira, sjá launataxta í næsta lið.

    Sjá launareiknivél hér.

  • Launataxtar hækka frá 36.015 kr. til 52.139 kr. Í stað áðurgildandi launataxta koma nýir sem verða hluti samningsins. Launataxtar gilda frá 1. nóvember 2022.

    Sjá launatöflur VR og SA hér.

    Sjá launatöflur VR og FA hér.

    Birt með fyrirvara um villur. 

  • Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:

    Á árinu 2023 kr. 103.000.

    Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:

    Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023 kr. 56.000.

Stuðningur stjórnvalda vegna kjarasamninga

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til aðgerða í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Eru aðgerðirnar til þess fallnar að styðja við markmið samninganna um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum, lækkun verðbólgu og vaxta.

Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins, sjá nánar hér.

Sjá yfirlýsingu stjórnvalda í heild sinni hér.

    • Fjölgun nýrra íbúða.
      Stjórnvöld munu í samningum við sveitarfélög á grundvelli rammasamkomulags um uppbyggingu íbúða næstu 10 árin hafa að markmiði að auka lóðaframboð og veita nauðsynlegan fjárstuðning til að tryggja íbúðauppbyggingu.
    • Fjölgun almennra íbúða.
      Áfram verður unnið að öflugri uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Stofnframlög ríkisins til að auka framboð íbúða á viðráðanlegu verði í almenna íbúðakerfinu verða 4 milljarðar króna á árinu 2023.
    • Endurbætur verða gerðar á húsnæðisstuðningi.
    • Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%.
    • Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi næsta árs.
    • Almenn heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól verður framlengd til ársloka 2024.
    • Fyrirkomulag sérstaks húsnæðisstuðnings og húsnæðisbóta til leigjenda verður tekið til endurskoðunar á samningstímanum með það að markmiði að tryggja jafnræði og einfalda kerfið fyrir leigjendur.
    • Bætt réttarstaða og húsnæðisöryggi leigjenda:
      Aðilar vinnumarkaðarins fá aðkomu að starfshópi um endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöð og húsnæðisöryggi leigjenda.
    • Barnabótakerfið verður einfaldað, stuðningur við barnafjölskyldur efldur og fjölskyldum sem njóta stuðnings fjölgað.
    • Dregið verður úr skerðingum í barnabótakerfinu, jaðarskattar af völdum barnabóta lækkaðir og skilvirkni og tímanleiki bótanna aukinn.
    • Teknar verða upp samtímagreiðslur barnabóta þannig að biðtími eftir bótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns.
    • Heildarfjárhæð barnabóta verður 5 milljörðum hærri en í núverandi kerfi á næstu tveimur árum.
    • Veittur verður 10 m.kr. viðbótarstuðningur til að auka aðhald á neytendamarkaði.
    • Skoðaðar verða leiðir til að auðvelda lífeyrissjóðum að koma að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til útleigu með því að rýmka heimildir þeirra til fjárfestinga leigufélögum.
    • Lagt verður mat á greiðslur og hámarksfjárhæðir í Fæðingarorlofssjóði og ábyrgðasjóði launa með það að markmiði að þær verði endurskoðaðar á árinu 2024. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins munu sameiginlega leggja mat á tekjuöflun og ráðstöfun tryggingagjalds með það að markmiði að tryggja langtímajafnvægi í fjármögnun þeirra réttinda sem það stendur undir í Ábyrgðasjóði launa, Fæðingarorlofssjóði, starfsendurhæfingarsjóði og Atvinnuleysistryggingasjóði.
    • Nefnd um heildarendurskoðun atvinnuleysistrygginga skal ljúka vinnu sinni eigi síðar en í lok apríl 2023. Unnið verður að innleiðingu á umbótum í atvinnuleysistryggingakerfinu á samningstímanum í samræmi við tillögur nefndarinnar.
    • Málefni og fjármögnun vinnustaðanámssjóðs verði tekin til endurskoðunar í tengslum við gerð fjármálaáætlunar á árinu 2023 til að styðja við markmið um aukið vægi starfsnáms.
  • Ríkisstjórnin lagði á dögunum til sérstakar aðgerðir í nokkrum veigamiklum málaflokkum vegna afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023 sem styðja við markmið samninganna og treysta grundvöll lífskjara. Heilbrigðismál vega þar þyngst en lögð er til yfir 12 milljarða aukning í þeim málaflokki. Er gert ráð fyrir að framlögin renni bæði til rekstrar sjúkrahúsa og heilsugæslunnar, eða um 4,3 milljarðar króna. Einnig er rík áhersla á að framlögin nýtist í beina þjónustu við sjúklinga, svo sem með því að vinna niður biðlista eftir liðskiptaaðgerðum og með auknum framlögum til heimahjúkrunar og aðgerða til að dreifa álagi í heilbrigðisþjónustu.

    Meðal annarra mikilvægra mála má nefna að lagður er til rúmur milljarður til hækkunar frítekjumarks öryrkja í 200.000 krónur á mánuði og að gefnir verði eftir 5 milljarðar króna af tekjuskatti einstaklinga en útsvarstekjur sveitarfélaga hækkaðar á móti til að bæta afkomu þeirra í tengslum við stöðu á málaflokki fatlaðs fólks.

    Þá er gert ráð fyrir stórauknum framlögum á sviði almanna- og réttaröryggis, þar á meðal um 900 milljónum króna til lögreglunnar og hálfs milljarðs hækkun í aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi.