Kjarasamningur VR og SA 2016
Þann 21. janúar 2016 var skrifað undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn var samþykktur með 91,28% greiddra atkvæða í atkvæðagreiðslu sem lauk þann 24. febrúar 2016.
Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Hann felur í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári. Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda. Hér að neðan má sjá samninginn og launataxta.
Kjarasamningur VR og SA 2016 á rafrænu formi
Kjarasamningur VR og SA 2016 (pdf)
Sjá hér breytingar frá fyrri samningi
Launataxtar VR og SA 2016-2018