Útlendingar njóta að öllu leyti sama réttar og aðrir á íslenskum vinnumarkaði. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa orðið ásátt um málsmeðferð í ágreiningsmálum er varða erlenda starfsmenn og var skrifað undir samkomulag þar að lútandi í mars árið 2004.
Því er ætlað að tryggja að útlendingar sem starfa á íslenskum vinnumarkaði njóti kjara og annarra réttinda í samræmi við kjarasamninga og lög.
Í samkomulaginu er fjallað um forsendur og sameiginleg markmið. Vísað er til skuldbindinga Íslands vegna EES samningsins og opnun vinnumarkaðarins. Það er skoðun samningsaðila að breytingar á samsetningu vinnuafls vegna fjölgunar útlendinga á íslenskum vinnumarkaði eigi ekki að raska gildandi fyrirkomulagi við ákvörðun launa og annarra starfskjara launafólks með kjarasamningum.
Áfram verði byggt á gildandi reglum um framkvæmd kjarasamninga og stuðlað verði að því að fyrirtæki sem nýta sér erlent vinnuafl vegna framleiðslu sinnar eða þjónustu, greiði laun og önnur starfskjör í samræmi við kjarasamninga og lög hér á landi.
-
icn-linkSmelltu hér til að sjá samkomulagið