Eldra félagsfólk

Ellilífeyrisþegar sem var félagsfólk VR áður en þeir hættu störfum geta fengið ýmsa fyrirgreiðslu hjá VR þó þeir séu ekki lengur á vinnumarkaði. VR býður félagsfólki á aldrinum 63-72 ára, sem er að huga að starfslokum eða er nýlega hætt að vinna á námskeið. Námskeið eru auglýst á vef VR, í VR blaðinu og í tölvupósti.

Helstu réttindi fullgildra eldri félaga eru sem hér segir:

Varasjóður

Fullgildir eldri félagar geta sótt um styrk svo fremi að þeir eigi inneign í VR varasjóði.

Sjúkrasjóður

Aðstandendur geta sótt um dánarbætur hafi VR félagi verið félagi síðustu fimm árin áður en hann fór á eftirlaun.

Orlofssjóður

Fullgildir eldri félagar geta sótt um orlofshús svo fremi þeir hafi verið félagsmenn síðustu fimm árin áður en þeir fóru á eftirlaun.

Starfsmenntasjóðir

Fullgildir eldri félagar geta sótt um styrk vegna starfstengdra námskeiða og náms í 12 mánuði og tómstundastyrk í 36 mánuði eftir að hætt er að greiða félagsgjöld.

Annað

Fullgildir eldri félagar fá sent VR blaðið.

Frekari upplýsingar