Lesið úr tölunum

Hvernig á að lesa úr tölunum?

Gefin eru upp meðallaun og miðgildislaun starfsfólks. Launatölur eru ekki birtar nema að baki þeim standi 10 eða fleiri svarendur en hafið í hug að þegar svarendur eru færri en 20 talsins ber að taka niðurstöðum með gát því ekki er víst að þær séu lýsandi fyrir alla. Þá eru einnig birt 25% mörk og 75% mörk. Þær tölur gefa til kynna launadreifingu í viðkomandi hópi.

Miðgildi: helmingur svarenda er með lægri laun en miðgildið segir til um og helmingur með hærri laun.

25% mörk: fjórðungur svarenda er með þau laun sem birtast í dálkinum eða lægri og er þá 75% svarenda með hærri laun.

75% mörk: fjórðungur svarenda er með þau laun sem tilgreind eru í dálkinum eða hærri en 75% svarenda eru með lægri laun.

Meðaltal getur verið villandi þegar fátt starfsfólk innan hópsins er með miklu hærri eða lægri laun en meginþorri hópsins. Miðgildi er þá oft betri mælikvarði á laun í hópnum. 

Á grundvelli meðaltals, miðgildis, 25% marka og 75% marka má meta launadreifingu með eftirfarandi hætti:

Því breiðara sem bilið er á milli 25% marka, miðgildis og 75% marka, því meiri dreifing er á launum viðkomandi hóps. Því breiðara sem bilið er má segja að erfiðara sé að gera sér grein fyrir hvaða laun eru algengust í viðkomandi hópi. Aftur á móti eru launin einsleitari í hópnum eftir því sem bilið milli þessara talna er þrengra og er þá auðveldara að gera sér grein fyrir á hvaða bili algengast er að laun eru í viðkomandi hópi.

Ef meðaltal er hærra en miðgildi eru að öllum líkindum nokkrir svarendur í hópnum sem eru með töluvert hærri laun en meginþorri hópsins og hífa þannig meðaltalið upp. Ef meðaltalið er lægra en miðgildið eru að öllum líkindum nokkrir svarendur sem eru með töluvert lægri laun en meginþorri hópsins og draga þannig meðaltalið niður. Ef miðgildi og meðaltal eru á svipuðum slóðum má segja að ákveðið jafnvægi ríki í launadreifingu hópsins.

Orðaskýringar

Meðallaun í starfsstétt: Heildarlaun tekin saman og deilt með fjölda VR félaga sem skráð hefur starfsheitið á Mínum síðum.