Fyrirtæki ársins 2025

Skráning fyrirtækja í könnun VR á Fyrirtæki ársins er hafin. Könnunin er frábært tækifæri til að taka púlsinn á starfsfólkinu!

Niðurstöðurnar gefa víðtæka og áreiðanlega mynd af stöðu mála í innra umhverfi fyrirtækisins og hvaða augum starfsfólk lítur stjórnunina og starfsumhverfi sitt. Upplýsingarnar er síðan hægt að nota til að bæta það sem þarf. Góður árangur skapar fyrirtækinu betri stöðu í baráttunni um öflugt og eftirsóknarvert starfsfólk. 

Hvernig tekur fyrirtækið þitt þátt?

Fyrirtæki sem veita öllu starfsfólki tækifæri til þátttöku þurfa að senda upplýsingar um eftirfarandi á fyrirtaekiarsins@vr.is fyrir 17. janúar 2025:

  • Kennitölur, nöfn, netföng og farsímanúmer alls starfsfólks – bæði þess sem er í VR og utan félagsins.
  • Nafn og kennitölu þíns fyrirtækis.
    Athugið: Vinsamlega sendið upplýsingarnar í læstu Excelskjali og sms með lykilorði og nafni fyrirtækis í farsíma 820-1700 (umsjónaraðili könnunarinnar hjá VR, Victor Karl Magnússon). Einnig er hægt að senda gögnin beint til Gallup, Tómas Bjarnason gefur frekari upplýsingar um þá tilhögun.

Til að fyrirtækið þitt komi til greina í valinu á Fyrirtæki ársins 2025 þarf fyrirtækið að tryggja öllu starfsfólki, óháð stéttarfélagsaðild, þátttökurétt í könnuninni. Senda þarf lista þó allt starfsfólk fyrirtækisins sé í VR því þannig tryggir þú þátttöku fyrirtækisins í valinu á Fyrirtæki ársins 2025. Könnunin er eingöngu rafræn og send út á íslensku, ensku og pólsku.

Hver er kostnaður við þátttökuna?
Ef allt starfsfólk í þínu fyrirtæki er í VR er könnunin ykkur að kostnaðarlausu! Fyrirtæki bera þannig ekki kostnað vegna þátttöku starfsfólks sem er í VR en geta óskað eftir því að starfsfólk utan VR fái þátttökurétt. Kostnaður fyrirtækis við þátttöku starfsfólks sem er utan VR er sem hér segir (tölur án vsk.):

  • Minni fyrirtæki (starfsfólk er færra en 29) – 59.900 kr.
  • Meðalstór fyrirtæki (starfsfólk er 30–69) – 86.400 kr.
  • Stærri fyrirtæki (starfsfólk er 70 eða fleira) – 106.300 kr.

Að auki bætast 490 kr. við fyrir hvern starfskraft sem ekki er í VR.
Þá geta fyrirtæki einnig keypt skýrslu með niðurstöðum fyrirtækisins sem tilbúin er til kynningar fyrir starfsfólk. Skýrslu fylgir ráðgjöf fyrir stjórnendur, fyrirtækinu að kostnaðarlausu.

Fyrirtæki ársins kynnt í maí 2025
Í maí 2025 verður tilkynnt hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir valinu sem Fyrirtæki ársins. Valið byggir á niðurstöðum níu lykilþátta í könnuninni. Fyrirtæki í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki, alls 45 talsins, þar með talin vinningsfyrirtækin sjálf.

Þá verða einnig valin Fjölskylduvænustu fyrirtækin en val þeirra byggir á viðhorfi starfsfólks til þátta eins og sveigjanleika og getu til þess að samræma vinnu og einkalíf. Sömuleiðis verður veitt Fræðsluviðurkenning VR sem byggir á viðhorfi starfsfólks til sí- og endurmenntunarmála innan fyrirtækisins og tækifæra til starfsþróunar.

Niðurstöður allra fyrirtækja sem ná lágmarkssvörun (35%) eru birtar opinberlega á vef VR, hvort sem allt starfsfólk hefur haft tækifæri til þátttöku eða ekki.