Vörður tryggingar
Vörður tryggingar er Fyrirtæki ársins þriðja árið í röð með einkunnina 4,55 en var með 4,47 á síðasta ári. Vörður er hæst stóru fyrirtækjanna í fjórum af níu lykilþáttum sem allir hækka á milli ára. Þetta eru stjórnun en þar er Vörður með 4,69 sem er umtalsvert hærra en meðaltalið sem er 4,28. Fyrir sveigjanleika í vinnu fær Vörður 4,66, fyrir sjálfstæði í starfi fær fyrirtækið 4,66 og fyrir jafnrétti fær fyrirtækið 4,82 en þar er meðaltalið 4,45.
Vörður tryggingar
4,55
Stjórnun
4,69
Starfsandi
4,71
Launakjör
3,77
Vinnuskilyrði
4,38
Sveigjanleiki vinnu
4,66
Sjálfstæði í starfi
4,66
Ímynd fyrirtækis
4,30
Ánægja og stolt
4,69
Jafnrétti
4,82
Svarhlutfall
80-100%