Vörður tryggingar
Vörður er í hópi Fyrirtækja ársins í hópi stóru fyrirtækjanna annað árið í röð. Allar einkunnir hækka á milli ára, heildareinkunn Varðar árið 2019 var 4,35 en er í ár 4,47. Þeir þættir sem hækka mest eru launakjör, sem hækkar úr 3,56 í 3,79, og ímynd fyrirtækis sem fer úr 3,98 í 4,20. Vörður vermir efsta sætið meðal stærri fyrirtækja í þremur þáttum, starfsanda og sjálfstæði í starfi þar sem Vörður deilir fyrsta sætinu með Nova, og svo í þættinum jafnrétti þar sem Vörður og VÍS eru efst stóru fyrirtækjanna starfi og er hér miðað við fyrirtæki sem bjóða öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni. Launakjör er sá þáttur sem fær lægstu einkunn Varðar í ár. Svarhlutfall var 80-100%.
Vörður tryggingar
4,47
Stjórnun
4,62
Starfsandi
4,69
Launakjör
3,79
Vinnuskilyrði
4,34
Sveigjanleiki í vinnu
4,63
Sjálfstæði í starfi
4,56
Ímynd fyrirtækis
4,20
Ánægja og stolt
4,65
Jafnrétti
4,77
Svarhlutfall
80