VÍS
Vátryggingafélags Íslands hækkar sig mikið á milli ára og er nú í hópi Fyrirtækja ársins í fyrsta sinn. Allar einkunnir VÍS hækka á milli ára, heildareinkunn hækkar úr 4,15 í 4,35 en mest hækkar einkunn fyrir þáttinn ímynd fyrirtækis, úr 3,22 í 3,63. Einnig aukast ánægja og stolt umtalsvert, einkunn fyrir þennan þátt fer úr 4,2 í 4,55. Þá hækka einkunnir fyrir stjórnun og starfsanda einnig mikið á milli ára. VÍS, ásamt Verði tryggingum, er með hæstu einkunn stærri fyrirtækja fyrir þáttinn jafnrétti. Lægsta einkunn VÍS er fyrir launakjörin en sú einkunn hækkar þó umtalsvert, fer úr 3,45 í 3,63. Svarhlutfall VÍS var 80% til 100%.
VÍS
4,35
Stjórnun
4,59
Starfsandi
4,66
Launakjör
3,63
Vinnuskilyrði
4,24
Sveigjanleiki í vinnu
4,54
Sjálfstæði í starfi
4,51
Ímynd fyrirtækis
3,63
Ánægja og stolt
4,55
Jafnrétti
4,77
Svarhlutfall
80