Nordic Visitor
Nordic Visitor hampar nú titlinum Fyrirtæki ársins fjórða árið í röð og þetta er sjötta árið í röð sem fyrirtækið er í topp fimm efstu fyrirtækja. Heildareinkunn fyrirtækisins hækkar nokkuð á milli ára, hún var 4,39 árið 2019 en er núna 4,53. Þrír þættir hækka umtalsvert, vinnuskilyrði, sjálfstæði í starfi og ánægja og stolt af vinnustað. Nordic Visitor er hæst í sínum stærðarflokki í tveimur lykilþáttum, fyrir vinnuskilyrði þar sem einkunn er núna 4,56 en var 4,34, og fyrir ímynd en þar fær fyrirtækið 4,93 í einkunn í ár. Lægsta einkunn er fyrir launakjörin, en það á við um mikinn meirihluta fyrirtækja á listum.
Nordic Visitor
4,53
Stjórnun
4,65
Starfsandi
4,71
Launakjör
3,30
Vinnuskilyrði
4,56
Sveigjanleiki í vinnu
4,64
Sjálfstæði í starfi
4,62
Ímynd fyrirtækis
4,93
Ánægja og stolt
4,78
Jafnrétti
4,51
Svarhlutfall
80