Allir geta verið með

Á listum yfir Fyrirtæki ársins 2019 eru 114 fyrirtæki sem eru stjörnumerkt. Þessi merking þýðir að fyrirtækið hafi tryggt öllum starfsmönnum sínum þátttökurétt í könnuninni, óháð því hvort viðkomandi starfsmaður er í VR eða ekki. Þetta er 78% af fjölda fyrirtækja sem komst á lista. Auk þessara 114 fyrirtækja eru fjögur til viðbótar sem tryggðu öllum starfsmönnum þátttökurétt, en náðu ekki lágmarkssvarhlutfalli eða fjölda svara og eru niðurstöður þeirra því ekki birtar.

VR tók þá ákvörðun árið 2003 að gefa fyrirtækjum færi á að allir starfsmenn gætu tekið þátt í könnuninni, óháð stéttarfélagi starfsmanna. Möguleikinn á þátttöku alls starfsfólks eykur mjög notagildi könnunarinnar fyrir stjórnendur fyrirtækja, því fleiri sem taka þátt, því betur endurspegla niðurstöðurnar afstöðu allra starfsmanna, ekki eingöngu félagsmanna VR á vinnustaðnum.

Við viljum líka benda á að hjá mörgum fyrirtæki á listum eru eingöngu félagsmenn VR án þess að þessi fyrirtæki séu stjörnumerkt. Stjörnumerking fæst eingöngu ef fyrirtæki tryggja starfsmönnum þátttökurétt, með því að senda inn beiðni um þátttöku til félagsins eða láta vita á annan hátt. Stjórnendur um eitt þúsund fyrirtækja á íslenskum vinnumarkaði fengu í upphafi árs sendan kynningarbækling þar sem þessi möguleiki var kynntur. Allir félagsmenn VR fá senda könnun og er það fyrirtækjum að kostnaðarlausu. Þátttaka annarra starfsmanna felur hins vegar í sér kostnað fyrir fyrirtækin.

Eftirtalin fyrirtæki á listum ársins yfir Fyrirtæki ársins 2019 buðu öllum starfsmönnum þátttöku.

1912
66 Norður / Sjóklæðagerðin
A4 / Egilsson
Allianz
Alþýðusamband Íslands
Annata
Attentus - mannauður og ráðgjöf
Áltak
Árnason Faktor
Ásbjörn Ólafsson
Bandalag íslenskra skáta
Birta lífeyrissjóður
Birtingahúsið
Bílaleiga Flugleiða (Hertz)
Bílaumboðið Askja
BL
Blindrafélagið
Bókhald og uppgjör
Centerhotels
Controlant
Cyren Iceland
Danól
Deloitte
dk hugbúnaður
Egill Árnason
Eirvík
Ernst & Young
Expectus
Fastus
Ferðaþjónusta bænda
Félagsstofnun stúdenta
Fjárstoð
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Fulltingi
Garri
Gildi lífeyrissjóður
Globus
Hagvangur
Halldór Jónsson
Happdrætti Háskóla Íslands
Harpa, menningar- og ráðstefnuhús
Háskólinn á Bifröst
Heilsa
Hringdu
Hugsmiðjan
Hvíta húsið
Höldur
Iceland Cargo
Iceland Pro Travel
Icepharma
IÐAN - fræðslusetur
Ikea
Ísaga
Íslensk getspá
Íslenskir aðalverktakar
Johan Rönning
Jónar Transport

Katla matvælaiðja
Kraftvélar
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
LS Retail
Lögheimtan
Margt smátt
Microsoft Íslandi
Miðlun
Mímir-símenntun
Motus
Nordic Visitor
Nova
Opin kerfi
Orf-líftækni
Origo
Parlogis
Pipar / TBWA
Poulsen
PWC
Rauði kross Íslands
Reitir fasteignafélag
Rekstrarfélag Kringlunnar
Reykjafell
Ritari
S4S
Saga Film
Samhjálp
Securitas
Sjónlag
Sjóvá
Skeljungur
STEF
Strikamerki
Sýn
Tandur
Tempo
Tengi
Terra Nova
Thor Shipping
TK bílar
Toyota á Íslandi
TRS
Tryggingamiðstöðin
TVG Zimsen
Vaki fiskeldiskerfi
Valka
Verkís
Verslunartækni
Vettvangur
Virk
VÍS
VSB Verkfræðistofa
Vörður tryggingar
Wise
Þekking
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Öryggismiðstöðin