Fréttir

Kosningar í Öldungaráð - kynning frambjóðenda
24. mars 2025
Kosið verður í Öldungaráð VR dagana 31. mars til 3. apríl en kosið er í ráðið annað hvert ár. Kjósa á þrjá fulltrúa og á allt félagsfólk 65 ára og eldra atkvæðisrétt. Auglýst var eftir framboðum og rann fresturinn út þann 20. mars. Alls buðu sig fram 11 einstaklingar.

Launataxtar VR hækka frá 1. apríl
21. mars 2025
Launataxtar samkvæmt kjarasamningum VR hækka um 0,58% frá og með 1. apríl og kemur hækkunin til greiðslu um mánaðamótin apríl/maí. Þetta er niðurstaða launa- og forsendunefndar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.