Fréttir

Veiðikortið er komið í sölu
02. apríl 2025
Fullgildu félagsfólki VR stendur til boða að kaupa Veiðikortið fyrir sumarið 2025. Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að fjölda vatnasvæða vítt og breitt um landið. Handbók fylgir hverju korti þar sem má finna leiðbeiningar og reglur.

Opnað fyrir bókanir á lausum orlofshúsum
02. apríl 2025
Opnað hefur verið fyrir bókanir á orlofshúsum sem ekki fóru í útleigu í sumar á orlofsvef VR. Allt félagsfólk getur sótt um laus orlofshús, óháð því hvort það hefur fengið hús leigt síðastliðin þrjú sumur eða ekki.